Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2018, fimmtudaginn 4. október var haldinn 435. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. september 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda E. Sigurðssonar ehf. í útboði nr. 14309 Grófarhús viðbygging. Frágangur utanhúss. R18080123.
Samþykkt.
Agnar Guðlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13:06 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 26. september 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13767 Ritföng og skrifstofuvörur um eitt ár eða til 3. október 2019. R16070034.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 18. september 2018, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13386 Símaþjónusta og símtæki um eitt ár eða til 23. nóvember 2019. R15090070.
Samþykkt.
4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í september 2018. R18010001.
Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.
5. Lögð fram leiðrétt fundargerð nr. 434 frá 13. september 2018.
Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:
Í leiðréttri fundargerð vantar beiðni ráðsins um kynningu innkaupadeildar varðandi viðmiðunarfjárhæðir og útboðsreglur við kaup sem lýst er í yfirliti skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Óskað er eftir að fundargerðin verði leiðrétt að nýju og að framangreind beiðni komi fram.
Fundi slitið kl. 13:36
Sabine Leskopf [sign]
Alexandra Briem [sign] Björn Gíslason [sign]
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 4.10.2018 - Prentvæn útgáfa