Innkauparáð - Fundur nr. 434

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 13. september var haldinn 434. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 11. september 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Advania Ísland ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14313 Cisco Umbrella hugbúnaðarleyfi. R18080153.

Samþykkt.

Tómas Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í ágúst 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.

3.    Lagt fram bréf Borgarstjórans í Reykjavík, dags. 24. ágúst 2018, varðandi skipun borgarráðs um að Alexandra Briem taki sæti í innkauparáði í stað Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur.

-    Kl. 13:13 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.

4.    Fram fer kosning varaformanns.

Samþykkt að varaformaður ráðsins skuli vera Alexandra Briem.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

5.    Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2018. R18010001.

Lögð fram svohljóðandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Ískyggilegt er að fara yfir yfirlit skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi innkaup í Reykjavíkurborg yfir 1 m.kr. á 2. ársfjórðungi 2018. Athygli vekja m.a. kaup af Verkís hf. vegna Varmahlíðar, Perlunni upp á u.þ.b. 27 milljónir kr. Þá eru innkaup af fjölda verkfræðistofa, m.a. upp á 5 milljónir án útboðs keypt af Mannvit vegna breytinga á Umferðarmiðstöðinni. Enn fremur kemur í ljós að kostnaður við þróunarverkefni eins og VSÓ – vegna ráðgjafar upp á 23 milljónir kr. og fjölmargt fleira. Enn fremur kemur í ljós að Yrki arkitektar fá greiðslu vegna sölu byggingarréttar upp á 18 milljónir kr. og Arkís arkitektar vegna sölu byggingarréttar  upp á 12 milljónir. Þá verður að segjast að öllu alvarlegri tilvik eru listuð upp á yfirlitinu, til að mynda Art+Com vegna Aðalstrætis 10, upp á 277 milljónir kr.Um er að ræða fjölmarga aðra kostnaðarliði sem verða ekki taldir upp hér. Hins vegar á allur þessi kostnaður sammerkt að vera óútskýrður. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkaupráði gerir alvarlegar athugasemdir við þennan kostnað enda er hann allur án útboðs. Jafnframt telur hann rétt að fenginn verði aðili frá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar á næsta fund ráðsins til að útskýra ýmis innkaup borgarinnar sem listuð eru upp í þessu yfirliti.

Frestað. 

Fundi slitið kl. 13:29

Sabine Leskopf [sign]

Alexandra Briem [sign]    Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 13.9.2018 - Prentvæn útgáfa