Innkauparáð - Fundur nr. 433

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 30. ágúst var haldinn 433. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Alexandra Briem og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. ágúst 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Bjössa ehf. í útboði nr. 14304 Laugardalur stígar. Suðurlandsbraut - Holtavegur. R18070129.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar vegna Nauthólsvegar 100, með vísan í bókun á síðasta fundi þar sem óskað var eftir því að fá yfirlit yfir allar greiðslur sem Reykjavíkurborg hefur innt af hendi vegna Nauthólsvegar 100 á árunum 2017 og 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.

Óli Jón Hertevig og Ólafur I. Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. og 2. ársfjórðungi 2018. R18010001. 

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.

4.    Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13:30

Sabine Leskopf [sign]

Alexandra Briem [sign]    Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 30.8.2018 - Prentvæn útgáfa