Innkauparáð - Fundur nr. 432

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 16. ágúst var haldinn 432. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Örn Þórðarson. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Hrólfur Sigurðsson.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. ágúst 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda D. Ing - Verks ehf. í útboði nr. 14295 Bústaðavegur milli Kringlumýrarbrautar og Veðurstofuvegar. Göngu- og hjólastígar. R18070028.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 13. ágúst 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum lægstjóðenda: Í hluta 1 og 2 RoSy Overview ásamt árlegum leyfisgjöldum: Sweco Danmark og í hluta 3 þjónusta vegan innskráningar á GIS gögnum: Eflu hf í hluta 3, í útboði 14278 RoSy hugbúnaðarleyfi. R18070022

Samþykkt.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Hrönn Pétursdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 10. júlí 2018, varðandi beiðni Papco hf. um framsal samnings nr. 13610 „Rammasamningur um hreinlætisvörur“ til Papco fyrirtækjaþjónustu ehf. R16030070.

Frestað.

Innkauparáð óskar eftir að innkaupadeild kalli eftir frekari upplýsingum frá Papco hf. um beiðnina.

4.    Lögð fram leiðrétt fundargerð nr. 430 frá 27. júní 2018 og leiðrétt fundargerð nr. 431 frá 5. júlí 2018.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við leiðréttar fundargerðir.

5.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í júlí 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.

6.    Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir því að fá yfirlit yfir allar greiðslur sem Reykjavíkurborg hefur innt af hendi vegna Nauthólsvegar 100 á árunum 2017 og 2018.

Fundi slitið kl. 13:37

Sabine Leskopf [sign]

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir [sign]    Örn Þórðarson [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 16.8.2018 - Prentvæn útgáfa