Innkauparáð - Fundur nr. 431

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 5. júlí var haldinn 431. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Rannveig Ernudóttir og Björn Gíslason. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. júlí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Vörðubergs ehf. í útboði nr. 14253 Gangstéttaviðgerðir 2018. R18050027.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. júlí 2018, þar sem lagt er til að ganga að tilboði Eðalbygginga ehf. í alútboði nr. 14260 Færanlegar stofur. Hönnun og smíði. R18050066.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 28. júní 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Exton ehf. sem átti hagkvæmasta gilda tilboð í EES útboði nr. 14228 Conference/meeting management systems. R18030218.

Samþykkt.

Hugrún Ösp Reynisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í júní 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt yfirlit.

5.    Fram fer umræða um fundargerð.

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Fundargerð síðasta fundar innkauparáðs, sem haldinn var hinn 27. júní s.l., var ekki kominn inn á vef Reykjavíkurborgar fyrr en tæpri viku síðar. Það er eðlileg krafa í góðri og gegnsærri stjórnsýslu að birta fundargerðir samdægurs eða eins fljótt og auðið er. Innkaupráð Reykjavíkurborgar gerir þá kröfu að fundargerðir ráðsins séu birtar sama dag og fundi lýkur eða eins fljótt og auðið er.

Fundi slitið kl. 13:47

Sabine Leskopf [sign]

Rannveig Ernudóttir [sign]    Björn Gíslason [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 5.7.2018 - prentvæn útgáfa