Innkauparáð - Fundur nr. 430

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, miðvikudaginn 27. júní var haldinn 430. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 15:00. Viðstödd voru Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Björn Gíslason. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson og Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild. 

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Innkauparáð samþykkir að varaformaður ráðsins skuli vera Sigurborg Ósk Haraldsdóttir.

2.    Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. júní 2018, varðandi heimild til samningskaupa við Egilsson ehf., á grundvelli 22. greinar innkaupareglna Reykjavíkurborgar, í örútboði nr. 14262 Skólavörur fyrir grunnskólanemendur Reykjavíkurborgar. R18060003

Samþykkt.

Haukur Þór Haraldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. júní 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Spangar ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14261 Innsiglingaviti við Sæbraut – Útsýnispallur, tröppur og skábraut. R18050064

Samþykkt.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

4.    Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. júní 2018, varðandi niðurstöðu í útboði Veitna ohf. "Kringlumýrarbraut. Stígar, lagnir og hljóðveggur". R18010001.

5.    Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. júní 2018, varðandi niðurstöðu í útboði Vegagerðarinnar "Hringvegur (1) hringtorg við Esjumela". R18010001.

6.    Leiðrétting á máli nr. 3 í 429. fundargerð innkauparáðs þann 7. júní 2018. 

Í erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar til innkauparáðs er farið fram á að framlengja samningi við AFA JCDecaux Ísland ehf. um leigu og rekstur á útisalernum í Reykjavík, til 30. mars 2019 ekki til 30. júní 2019 eins og stendur í 429. fundargerð, leiðréttist það hér með. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framsetta leiðréttingu.

Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir liðum 4-7.

-    Kl. 15:36 víkja Hrólfur Sigurðsson og Jón Pétur Skúlason af fundi.

7.    Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 26. júní 2018, varðandi heimild til að víkja frá innkaupaferli á grunvelli 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna samstarfs- og styrktarsamnings við RUV. R18010001.

Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Björns Gíslasonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 

Harpa Rut Hilmarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Björn Gíslasonar, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fram svohljóðandi bókun: 

Verkefnið er jákvætt en hér er um rúml. kr. 14 millj. samstarfs- og styrktarsamning að ræða og því eðlilegt að auglýsa eftir samstarfsaðilum þannig að fleiri miðlar hefðu haft tækifæri til að sækjast eftir samningum. Enda ber að gera slíkt samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar þegar upphæð fer yfir kr. 14 millj.

-    Kl. 15:56 víkur Benedikt Hallgrímsson af fundi. 

Fulltrúar Samfylkingar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

Það er skýrt í innkaupareglum Reykjavíkurborgar (13. gr.) að heimild sé til undanþágu til að nota innkaupaferla við kaup á þjónustu tengdri menntun og tómstunda-, menningar-, og íþróttastarfsemi. Umræddur samningur styður við mikilvægt unglingalýðræði og skapar vettvang fyrir raddir unglinga í íslensku samfélagi. Ekki er sambærilegt unglingastarf í gangi hjá öðrum fjölmiðlum á Íslandi.

Fundi slitið kl. 15:58

Sabine Leskopf [sign]

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir [sign]    Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 27.6.2018 - prentvæn útgáfa