Innkauparáð - Fundur nr. 43

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 24. mars, var haldinn 43. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 17. þ.m., ásamt fylgigögnum, varðandi niðurstöðu útboða á gatnagerð og lagningu veitukerfa í 2. áfanga Norðlingaholts, þar sem lagt er til að eftirtöldum tilboðum verði tekið:

Í áfanga 2A verði tekið tilboði lægstbjóðanda, Ásbergs ehf., að heildarfjárhæð kr. 91.379.658,-. Í áfanga 2B verði tekið tilboði næstlægstbjóðanda, Verktaka Magna ehf., að heildarfjárhæð kr. 82.978.500,-. Í áfanga 2C verði tekið tilboði næstlægstbjóðanda, Heimis og Þorgeirs ehf., að heildarfjárhæð kr. 69.654.450,-.

Jafnfram lagt fram bréf verkefnisstjórnar um uppbyggingu í Norðlingaholti frá 18. þ.m., þar sem lagt er til að tillaga gatnamálastjóra verði samþykkt. Þá eru lögð fram bréf forstjóra Innkaupastofnunnar frá 18. þ.m. varðandi skoðun á fjárhag bjóðenda. Erindi gatnamálastjóra samþykkt. Guðbjartur Sigfússon og Höskuldur Tryggvason frá Gatnamálastofu sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 19. þ.m. þar sem óskað er eftir að heimilað verði lokað útboð á byggingu nýs grunnskóla í Staðahverfi, þar sem þátttakendur verði Byggingafélag Gylfa og Gunnars, Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak og Keflavíkurverktakar. Samþykkt. Forstöðumaður Fasteignastofu, Guðmundur Pálmi Kristinsson, sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 16. þ.m. varðandi alútboð á nýbyggingu við Vogaskóla, þar sem óskað er eftir heimild til að velja 4-6 verktaka til þátttöku í útboðinu. Samþykkt. Áskilið er að forvalsgögn verði lögð fyrir ráðið. Forstöðumaður Fasteignastofu, Guðmundur Pálmi Kristinsson, sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram yfirlit félagsmálastjóra frá 11. þ.m. yfir innkaup Félagsþjónustunnar í desember 2003.

5. Lagður fram rökstuðningur kærunefndar útboðsmála frá 21. þ.m. í málinu nr. 10/2004, Keflavíkurverktakar hf. gegn Innkaupastofnun.

Fundi slitið kl. 13.55.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson