Innkauparáð - Fundur nr. 429

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, fimmtudaginn 7. júní var haldinn 429. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:35. Viðstödd voru Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf. í útboði nr. 14254 KHÍ-reitur. Gatnagerð og lagnir. R18050040.

Samþykkt.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. júní 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Garðvéla ehf., í kjölfar samningkaupaviðræðna með vísan í samþykkt innkauparáðs 13. apríl 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup í EES útboði nr. 14172 Grunnskóli, 2. áfangi – Yfirborðfrágangur suðurlóðar. R18030001.

Samþykkt.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. júní 2018, varðandi heimild til framlengingar á samningi við AFA JCDecaux Ísland ehf. til 30. júní 2019, vegna leigu og reksturs á útisalernum í Reykjavík. R18010001.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Hildur Freysdóttir taka sæti á fundinum undir liðum 1 -3.

4.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í maí 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

5.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 4. júní 2018, þar sem óskað er heimildar til að semja við fyrirtækið Dengsi ehf., í kjölfar samningkaupaviðræðna, með vísan í samþykkt innkauparáðs 20. apríl 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup í EES útboði nr. 14097 Götugögn í Reykjavík - Biðskýli og auglýsingastandar. R18020005.

Samþykkt.

Þorsteinn R. Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12:21

Magnea Guðmundsdóttir [sign]    Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 7.6.2018 - prentvæn útgáfa