Innkauparáð - Fundur nr. 428

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 1. júní var haldinn 428. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Gröfu og grjóts ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14248 Úlfarsárdalur - stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir 2. áfangi. R18040127.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Alma Verks ehf., í kjölfar samningkaupaviðræðna, með vísan í samþykkt innkauparáðs 4. maí 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup í útboði nr. 14182 Háaleitisskóli-Hvassaleiti. Endurgerð lóðar - Jarðvinna. R18030157.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. maí 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup við Spennandi ehf. á grundvelli 22. gr. b. liðar innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna kaupa og uppsetningu á viðbótum við breytta vatnsrennibraut í Breiðholtslaug. R18010001.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. maí 2018, varðandi heimild til gerð viðaukasamnings við GT hreinsun ehf. á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna áframhaldandi jarðvinnuframkvæmda við Hlíðarenda. R17010153.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2018. R18010001

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Á fundi nr. 408 gerði áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina bókun í sambandi við yfirlit um „innkaup umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar yfir 1. m.kr. fyrir tímabilið janúar - júní 2017“. Í bókuninni var bent á hve mikið af ráðgjafavinnu var greitt á grunni tímavinnu, en í yfirlitinu eru mörg dæmi um að kostnaður vegna verkliða hjá sama verk- og þjónustusala nemi tugum milljóna króna á tímabilinu. Síðan var kveðið nánar á um þessi efni í ítarlegri og sameiginlegri bókun innkauparáðs á fundi nr. 411 24.11.2017. Þar var og bent á að æskilegt væri að svo umfangsmikil kaup á verk- og sérfræðiþjónustu á grunni tímavinnu séu fyrst og fremst gerð á grundvelli fyrirfram gerðra rammasamninga og/eða tilboða með það fyrir augum að ná sem hagstæðustu verði að öðru óbreyttu. Hér með eru þessar ábendingar ítrekaðar í ljósi framlagðs yfirlits umhverfis- og skipulagssviðs varðandi innkaup Aðalsjóðs og Eignasjóðs yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2018, en þar koma fram dæmi þar sem ofangreindar bókanir gætu einnig átt við.

Innkauparáð tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlögð yfirlit.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, dags. 25. maí 2018, þar sem lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda, Öryggismiðstöðvar Íslands hf. í EES forvali/lokuðu útboði nr. 14158 Öryggisgæsla fyrir Reykjavíkurborg. R18020036.

Samþykkt.

Berglind Söebech tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 28. maí 2018, varðandi heimild til framlengingar nr. 2 á rammasamningi nr. 13667 Raftæki um eitt ár eða til 6. júní 2019. R16030158.

Samþykkt.

8.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 29. maí 2018, þar sem lagt er til að samið verði við eftirfarandi fyrirtæki í EES útboði nr. 14067 Rammasamningur um túlka- og þýðingaþjónustu: 

Í hluta 1 „Almenn túlkaþjónusta“, Alþjóðasetur ehf., APG ehf., Jafnréttishús ehf., Polanska slf., Túlka- og þýðingarmiðstöðina ehf. og Túlkaþjónustuna slf.

Í hluta 3 „Almenn þýðingarþjónusta“, Alþjóðasetur ehf., Jafnréttishús ehf., Polanska slf., Túlka- og þýðingarmiðstöðina ehf. og Túlkaþjónustuna slf.

Í hluta 4 „Þjónusta löggilts skjalaþýðanda“, Túlka- og þýðingarmiðstöðina ehf. og Túlkaþjónustuna slf. 

Tilboð sem bárust í hluta 2 „Rafræn túlkaveita“ uppfylltu ekki hæfiskröfur útboðsgagna og er hafnað. R18040012.

Samþykkt.

9.    Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 1. ársfjórðungi 2018. R18010001.

Innkauparáð vísar í bókun við lið 5.

Vísað er í bókun innkauparáðs á fundi 18.8.2017 varðandi beiðni um álit embættis borgarlögmanns vegna Nauthólsvegar 100. 

Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

10.    Lagt fram til kynningar, kæra DK hugbúnaðar ehf. til Kærunefndar útboðsmála vegna EES samkeppnisviðræðna nr. 14040 Verslunarkerfi fyrir starfsstaði ÍTR. R17070096.

11.    Lagt fram til kynningar, kæra N1 hf. til Kærunefndar útboðsmála vegna EES útboðs nr. 14055 Rammasamningur um tunnur, ker og djúpgáma. R18020163.

Kl. 12:28 víkur Dóra Magnúsdóttir af fundi.

12.    Lagt fram til kynningar, úrskurður Kærunefndar útboðsmála nr. 27/2017 í máli PricewaterhouseCoopers ehf. gegn Reykjavíkurborg vegna EES útboðs nr. 13976 Útboð endurskoðunarþjónusta. Reikningsár 2018-2022. R17090089.

13.    Lagt fram til kynningar, úrskurður Kærunefndar útboðsmála nr. 29/2017 í máli Þjóðleikhússins gegn Reykjavíkurborg vegna kaupa á leikhúsmiðum frá Borgarleikhúsinu. 

Fundi slitið kl. 12:30

Magnea Guðmundsdóttir [sign]    Björn Gíslason [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 1.6.2018 - Prentvæn útgáfa