Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 18. maí var haldinn 427. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags.16. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Urðar og Grjóts ehf. í útboði nr. 14229 Úlfarsárdalur - stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir 1. áfangi. R18040009.
Samþykkt.
Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. maí 2018 varðandi heimild til fyrri framlengingar verksamningi við Saltkaup ehf. um eitt ár eða til 18. maí 2019 vegna EES útboðs nr. 13466 Götusalt 20105-2018. R15040040.
Samþykkt.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. maí 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar verksamningi við Íslenska gámafélagið ehf. um eitt ár eða til 1. apríl 2019 vegna EES útboðs nr. 13573 Ámokstur á salti 20105-2018. R15070110.
Samþykkt
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 11:37
Dóra Magnúsdóttir [sign]
Kristján Freyr Halldórsson[sign] Elísabet Gísladóttir [sign]