Innkauparáð - Fundur nr. 426

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 11. maí var haldinn 426. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jarðvals sf. í útboði nr. 14237 Úlfarsárdalur hverfi 1 - Yfirborðsfrágangur 2018. R18040047.

Samþykkt.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Verkís hf. í útboði nr. 14245 Fiskislóð 37c - Ný hverfabækistöð vestur - Eftirlit. R18040144.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

3.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 7. maí 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13610 Hreinlætisvörur, um eitt ár eða til 4. júlí 2019. R16030070.

Samþykkt.

        

Fundi slitið kl. 11:28

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir[sign]                      Björn Gíslason [sign]    

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 11.5.2018 - prentvæn útgáfa