No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 4. maí var haldinn 425. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. maí 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup á grundvelli 21. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, við Alma Verk ehf. sem var eini bjóðandinn í opnun útboðsferli í útboði nr. 14182 „Háaleitisskóli - Hvassaleiti. Endurgerð lóðar - Jarðvinna“. R18030157.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. maí 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Þingvangs ehf. í útboði nr. 14120 Fiskislóð 37c – Ný hverfastöð vestur. R18020168.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 17. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Jarðvals sf. í útboði nr. 14176 ÍR – Frjálsíþróttavöllur. Yfirborðsfrágangur. R18020173.
Samþykkt.
Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir liðum 1-3.
4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 25. apríl 2018, þar sem lagt er til að hafna öllum tilboðum í hluta 1, einnig er lagt til að samið verði við Hafnarbakka Flutningartækni ehf., Íslenska gámafélagið ehf og N1 hf. í hluta 2 og Hafnarbakka Flutningartækni ehf., Íslenska gámafélagið ehf., N1 hf. og Fastus ehf. í hluta 3, í EES útboði nr. 14055 Rammasamningur um tunnur, ker og djúpgáma. R18020163.
Samþykkt.
5. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2018. R18010001.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12:02
Dóra Magnúsdóttir [sign]
Magnea Guðmundsdóttir [sign] Elísabet Gísladóttir [sign]
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 4.5.2018 - prentvæn útgáfa