Innkauparáð - Fundur nr. 424

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 27. apríl var haldinn 424. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Urðar og Grjóts ehf. í útboði nr. 14216 Breiðholtsbraut við Norðurfell – Stígar. R18030103.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24 apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Geislasteins ehf. í útboði nr. 14219 ÍR vallarhús Skógarsel 12. R18030178.

Samþykkt.

Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 25. apríl 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Reykjafell hf., Nortek ehf., Rafmiðlun hf., Epal hf., Ískraft ehf., Jóhann Rönning hf., Rafkaup hf., S. Guðjónsson ehf. og Jóhann Ólafsson & Co. ehf. í EES útboði nr. 14156 Rammasamningur um LED lampa fyrir götu- og stigalýsingu. R18020014.

Samþykkt.

4.    Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 11:36

Magnea Guðmundsdóttir [sign]

Kristján Freyr Halldórsson [sign]    Björn Gíslason [sign]