Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 20. apríl var haldinn 423. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Grétar Þ. Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Spöng ehf. í útboði nr. 13651 Leikskólinn Suðurborg. Viðbygging og endurbætur. R18030096.
Samþykkt.
Hildur Freysdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 18. apríl 2018, varðandi heimild til seinni framlengingar á rammasamningi nr. 13119 Tölvu- og netbúnaður um eitt ár, til 29. apríl 2019. R14120127.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 18. apríl 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup á grundvelli 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, í EES útboði nr. 14097 „Götugögn í Reykjavík. Biðskýli og auglýsingastandar“, þar sem engin tilboð bárust í opnu útboðsferli. R18020005.
Samþykkt.
Þorsteinn R. Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu- og reksturs Reykjavíkurborgar, dags. 18. apríl 2018, varðandi heimild til að nota samkeppnisviðræður við kaup á upplýsingastjórnunarkerfi fyrir Reykjavíkurborg. R18040093.
Samþykkt.
Sigurlaug B. Stefánsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:57 víkur Grétar Þ. Jóhannsson af fundi.
5. Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 4. ársfjórðungi 2017. R17010075. Frestað á síðasta fundi.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Óli Jón Hertervig og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 12:28
Dóra Magnúsdóttir [sign]
Magnea Guðmundsdóttir [sign] Björn Gíslason [sign]
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 20.4.2018 - Prentvæn útgáfa