Innkauparáð - Fundur nr. 422

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 13. apríl var haldinn 422. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði 2 frá Metatron ehf. í útboði nr. 14206, Fylkir-Endurnýjun aðalvallar. Gervigras. R18030103.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Exton ehf. í útboði nr. 14214, Myndvarpi fyrir Borgarleikhúsið. R18030154.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Bjössa ehf. í útboði nr. 14215, Fylkir - Endurnýjun aðalvallar, jarðvinna, lagnir og og tæknirými. R18030154.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. apríl 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup á grundvelli 39. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016, í EES útboði nr. 14172, Grunnskóli, 2. áfangi – Yfirborðsfrágangur suðurlóðar, þar sem engin tilboð bárust í opnu útboðsferli. R18030001.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. apríl 2018, varðandi heimild til að viðhafa samningskaup á grundvelli 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, í útboði nr. 14207, Úrbætur í umferðaröryggismálum - Útboð 1 2018, þar sem engin tilboð bárust í opnu útboðsferli. R18030108.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 11. apríl 2018, varðandi heimild til gerð viðbótarsamnings við Lóðaþjónustuna ehf. átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13852, Geirsgata-Kalkofnsvegur. Flutningur gatnamóta 2017, á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, um að Lóðaþjónustan ehf. taki að sér áframhaldandi framkvæmdir 2018 við endurgerð Tryggvagötu að hluta og Pósthússtrætis að hluta.  R17010295. 

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lögð fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup aðalsjóðs og eignasjóðs yfir 1. m. kr. á 4. ársfjórðungi 2017. R17010075

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlögð yfirlit.

Ámundi Brynjólfsson, Hildur Freysdóttir og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 4. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Frestað. 

Innkauparáð óskar eftir viðveru fulltrúa skrifstofu eigna og atvinnuþróunar á næsta fund til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

9.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í mars 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:23

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign]    Elísabet Gísladóttir [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 13.4.2018 - Prentvæn útgáfa