Innkauparáð - Fundur nr. 421

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 6. apríl, var haldinn 421. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstödd voru Magnea Guðmundsdóttir, Sabine Leskopf og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn  Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. apríl 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Fagverk verktaka ehf. um eitt ár eða til 30. apríl 2019 vegna útboðs nr. 13919 Malbiksviðgerðir 2017. R17030108.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

-    Kl. 11:24 tekur Eyþóra K. Geirsdóttir sæti á fundinum.

2.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 4. apríl 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Banana ehf., Ekruna ehf. og Innnes ehf.  í hluta 1 og Ekruna ehf., Innnes ehf. og Sölufélag garðyrkjumanna ehf. í hluta 2 í EES útboði nr. 14118 Rammasamningur um ferskt grænmeti og ávexti. R18010182.

Samþykkt.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. mars 2018, þar sem lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda, Garðlist ehf., í EES útboði nr. 14179 Grassláttur á borgarlandi í vesturhluta Reykjavíkur 2018-2020. R18020196.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. mars 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Garðlist ehf. um eitt ár eða til 1. apríl 2019 vegna EES útboðs nr. 13574 Vetrarþjónusta gönguleiða í Reykjavík 2015-2018. R15070111.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. mars 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Malbikunarstöðina Höfða hf. um eitt ár eða til viku 13-2019 vegna EES útboðs nr. 13532 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 - Útboð I. R15070172.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. mars 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Hilmar D. Ólafsson ehf. um eitt ár eða til viku 13-2019 vegna EES útboðs nr. 13533 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 - Útboð II. R15070173. 

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 27. mars 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Íslenska gámafélagið ehf. um eitt ár eða til viku 13 -2019 vegna EES útboðs nr. 13534 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2015-2018 - Útboð III. R15070174.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 4. apríl 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Öryggismiðstöðvarinnar ehf., sem átti eina tilboðið sem barst í EES samkeppnisviðræðum nr. 14040 Verslunarkerfi fyrir starfsstaði ÍTR. R17070096.

Samþykkt.

Jóhanna Garðarsdóttir og Andrés B. Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 11:57

Magnea Guðmundsdóttir [sign]

Sabine Leskopf [sign]    Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 6.4.2018 - prentvæn útgáfa