Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2004, mánudaginn 8. mars, var haldinn 42. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 4. þ.m. varðandi forval á þátttakendum í lokuðu útboði á stækkun hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða, þar sem lagt er til að eftirtaldir verktakar verði valdir: Framkvæmd ehf., Keflavíkurverktakar hf., Ístak hf., Sveinbjörn Sigurðsson ehf. og Spöng ehf. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunnar frá 5. s.m. varðandi skoðun á fjárhag þátttakenda. Erindi forstöðumanns Fasteignastofu samþykkt. Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 6. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs á múrverki og flísalögnum í Sundmiðstöðinni Laugardal, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Múr- og málningarþjónustunnar Hafnar ehf., að fjárhæð kr. 77.544.792,-. Samþykkt. Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram bréf forstöðumanns tæknideildar Reykjavíkurhafnar frá 5. þ.m. varðandi niðurstöðu útboðs á Norðurbakka, 1. áfanga, byggingu hafnarbakka, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, E.K. véla ehf., samtals að fjárhæð kr. 57.241.500,-. Jafnframt lagt fram bréf Innkaupastofnunnar frá 3. s.m. varðandi skoðun á fjárhag bjóðenda. Samþykkt. Hilmar Knudsen og Óskar Ásgeirsson frá Reykjavíkurhöfn sátu fundinn við meðferð málsins.
4. Lagt fram yfirlit félagsmálastjóra frá 27. f.m. yfir innkaup Félagsþjónustunnar í október og nóvember 2003.
5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, dags. í dag, varðandi niðurstöðu útboðs á gerð bílakjallara, byggingarrétti og endurgerð Laugavegar, þar sem lagt er til, með vísan til niðurstöðu dómnefndar, að gengið verði til samninga við Ístak hf. um grunnlausn með 193 stæðum á grundvelli lausnar félagsins merktri A, að fjárhæð kr. 415.118.872,-, með möguleika á stækkun um 64 stæði, að fjárhæð kr. 1.555.098,- per stæði. Jafnframt lögð fram kæra Keflavíkurverktaka hf. til kærunefndar útboðsmála frá 27. f.m., sbr. bréf nefndarinnar frá 2. þ.m., ásamt bréfi borgarlögmanns til nefndarinnar, dags. 5. þ.m. Þá er lögð fram ákvörðun kærunefndar úboðsmála frá 6. þ.m. um stöðvun samningsgerðar þar til endanlega hefur verið skorið úr kærunni, sbr. bréf nefndarinnar, dags. í dag, ásamt bréfi borgarlögmanns til nefndarinnar, dags. í dag.
- Kl. 13.09 vék Jóhannes Sigursveinsson af fundi.
Frestað. Stefán Haraldsson, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu, Guðbjörg Eggertsdóttir frá Innkaupastofnun og Bjarnveig Eiríksdóttir, fulltrúi borgarlögmanns, sátu fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 13.30.
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson