Innkauparáð - Fundur nr. 419

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 16. mars var haldinn 419. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Sabine Leskopf og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Jóhanna E. Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Munck Íslandi ehf. í útboði nr. 14159 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2018, útboð 1 - Vestan Kringlumýrarbrautar. R18020130. 

Samþykkt.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. mars 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14160 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2018, útboð 2 - Austan Kringlumýrarbrautar að Reykjanesbraut. R18020132. 

Samþykkt.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. mars 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í útboði nr. 14161 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2018, útboð 3 - Austan Reykjanesbrautar. R18020133. 

Samþykkt.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. mars 2018, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Íspan ehf. sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14154 Einangrunargler - Framleiðsla og afhending. R18020016. 

Samþykkt.

5.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. mars 2018, varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Vegamálun ehf. um eitt ár eða til 1. október 2018 vegna útboðs nr. 13952 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2017. R17030286.

Samþykkt.

6.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. mars 2018, varðandi heimild til kaupa á bökum, setum og örmum ásamt gormum í stólagrindur í aðalsal Borgarleikhússins, á grundvelli 22 gr. b liðar innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R08030075.

Samþykkt.

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Innkauparáð gerir athugasemd við að nafn efnissala komi ekki fram í greinargerð.

Magnús Haraldsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 -6.

7.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 12. mars 2018, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 14152 Grassláttur við þjóðvegi í Reykjavík 2018-2020. R18010400.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 14. mars 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Bílaumboðið Öskju ehf., Heklu hf., Brimborg ehf., TK bíla ehf. og BL ehf. í hluta 1, Heklu hf., Lykil fjármögnun ehf., Brimborg ehf., Bílaleigu Flugleiða Hertz ehf., TK bíla ehf. og BL ehf. í hluta 2 og Lykil fjármögnun ehf., Brimborg ehf., Bílaleigu Flugleiða Hertz ehf., TK bíla ehf. og AKA ehf. í hluta 3,

í EES útboði nr. 14074 Rammasamningur um bifreiðar. R17100398.

Samþykkt.

9.    Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 4. ársfjórðungi 2017. R17010075. 

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

10.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í febrúar 2018. R18010001.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:11

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Sabine Leskopf [sign]    Elísabet Gísladóttir[sign]