Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 23. febrúar var haldinn 418. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Ámundi Brynjólfsson.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Málaramiðstöðvarinnar ehf., Málunar SSB ehf., Fyrirtak málningarþjónustu ehf., Tómasar Einarssonar ehf., HiH Málunar ehf., Jóhanns V. Steimann, Málarameistara ehf., G.Á. verktaka sf. og Aðalfagmanna ehf. sem áttu lægstu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14128 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2018 – Hverfi 6 og 7. R18010132.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Málaramiðstöðvarinnar ehf., Málunar SSB ehf., Fyrirtak málningarþjónustu ehf., HiH Málunar ehf., G.Á. verktaka sf. og Málarameistara ehf. sem áttu lægstu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14129 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2018 – Hverfi 8, 9 og 10. R18010133
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Jóhanns V. Steimann, Aðalfagmanna ehf., Málunar SSB ehf., Eignamálunar ehf., G.Á. verktaka sf. og Málaramiðstöðvarinnar ehf. sem áttu lægstu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14139 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2018 – Hverfi 1, 2 og 3. R18010221
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Jóhanns V. Steimann, Aðalfagmanna ehf., HiH málunar ehf., Fyrirtak málningarþjónustu ehf., Málunar SSB ehf., Eignamálunar ehf. og Málaramiðstöðvarinnar ehf. sem áttu lægstu tilboð í hverja fasteign fyrir sig í útboði nr. 14140 Málun í fasteignum Reykjavíkurborgar 2018 – Hverfi 4 og 5. R18010222.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. febrúar sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á verksamningi við Fagverk verktaka ehf., um eitt ár eða til 20.8.2018 vegna fræsunar malbiksslitlaga í Reykjavík 2017. R17020186.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:46
Dóra Magnúsdóttir [sign]
Magnea Guðmundsdóttir [sign] Björn Gíslason [sign]
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 23.2.2018 - prentvæn útgáfa