Innkauparáð - Fundur nr. 416

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2018, föstudaginn 2. febrúar var haldinn 416. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir og Theodór Kjartansson frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, dags. 31. janúar 2018, þar sem lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda Kletts- sölu og þjónustu ehf. í EES útboð nr. 14109 Sorpbifreið. R17110008.

Samþykkt.

Guðmundur B. Friðriksson  umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. janúar 2018, varðandi beiðni um samkeppnisútboð á grundvelli E-liðar 33. gr. laga um opinber innkaup vegna kaupa á fallturni fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. R17120161.

Samþykkt.

Steinþór Einarsson og Þorkell Heiðarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram svar fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 29. janúar 2018, varðandi bókun innkauparáðs Reykjavíkurborgar á fundi 24. mars og 24. nóvember 2017., um útboð á burðargjöldum. R17010075. Í svarinu kemur fram að drög að frumvarpi til laga um póstþjónustu er í umsagnarferli hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Meginmarkmið þess frumvarps er að afnema einkarétt ríkisins á póstþjónustu og stuðla þannig að virkri samkeppni um þá þjónustu. Útboð á burðargjöldum verður látið bíða þar til lögin hafa verið samþykkt. 

Fundi slitið kl. 11.41

Magnea Guðmundsdóttir [sign]

Björn Gíslason [sign]