Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 22. desember var haldinn 414. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Örn Þórðarson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar, dags. 4. desember 2017, þar sem lagt er til að vísa tillögu um töku tilboðs Grant Thornton endurskoðun ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í EES útboði nr. 13976 Endurskoðunarþjónusta fyrir Reykjavíkurborg – Reikningsár 2018 – 2022, til borgarstjórnar. R17090089.
Innkauparáð gerir ekki athugasemd og samþykkir tillögu endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar um að vísa tillögunni til borgarstjórnar Reykjavíkur.
Ólafur Kristinsson formaður endurskoðunarnefndar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar, dags. 19. desember 2017, þar sem lagt er til að samið verði við Smith & Norland hf. sem átti eina tilboðið sem barst í EES útboði nr. 14107: Uppfærsla á Parkeon miðamælakerfi. R17110098.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11.46
Dóra Magnúsdóttir [sign]
Magnea Guðmundsdóttir [sign] Örn Þórðarson [sign]