Innkauparáð - Fundur nr. 413

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 15. desember var haldinn 413. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lögð fram til kynningar tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, dags. 7. desember sl., um að skerpa á innkaupareglum Reykjavíkurborgar til að sporna gegn hugsanlegu kennitöluflakki. Borgarráð óskar eftir að innkauparáð hefji endurskoðun reglnanna sem fyrst með vísan til umsagnar fjármálaskrifstofu, dags. 26. október sl. R17010075. 

Innkauparáð felur innkaupadeild Reykjavíkurborgar og embætti borgarlögmanns að hefja vinnu við endurskoðun innkaupareglna. Skila skal drögum að nýjum innkaupareglum til innkauparáðs í október 2018. 

Stefnt skal að málþingi um endurskoðun á innkaupareglum í apríl 2018, innkauparáð felur innkaupadeild skipulagningu þess. 

2.    Lögð fram til kynningar afgreiðsla borgarráðs vegna EES útboðs nr. 14071 Sala byggingaréttar og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu við Kirkjusand í Reykjavík. R17100391/R17100147.

3.    Lögð fram til kynningar afgreiðsla borgarráðs vegna EES útboðs nr. 14017 Milli- og löginnheimta. R17060103.

-    Kl. 11.52 víkur Eyþóra K. Geirsdóttir af fundi.

4.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 13. desember 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda HK Verktaka ehf. í útboði nr. 14101 Sjóminjasafnið Grandagarði 8 - Innanhússfrágangur. R17110058.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 12. desember 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Hnit verkfræðistofu hf., í forvali / lokuðu útboði nr. 14092 Úlfarsárdalur - Stækkun hverfis. Gatnagerð og lagnir. Hönnun. R17110021.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 3. ársfjórðungi 2017. R17010075. 

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 3. ársfjórðungi 2017, sbr. 3. lið fundargerðar innkauparáðs frá 24. nóvember 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Huld Ingimarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í nóvember 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12.30

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign]    Björn Gíslason [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 7.12.2017 - Prentvæn útgáfa