Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2017, fimmtudaginn 7. desember var haldinn 412. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 1. desember 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ara Oddssonar ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 14086 Hólaberg 86. Stækkun og endurbætur. R17100325.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. desember 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Íslenska gámafélagsins ehf., sem átti hagstæðasta tilboð í útboði nr. 14076 Hleðslustöðvar fyrir rafbíla í miðborginni. R17090146.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. desember 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Auðverks ehf., í útboði nr. 14098 Gufunes. Jarðvinna, gatnagerð og veitur 1. áfanga. R17110019.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir liðum 1 - 3.
4. Lagt fram erindi þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða, dags. 28. nóvember 2017, þar sem lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda, ISS Ísland ehf., í útboði nr. 14081 Ræsting Lindargötu 57, 59, 61 og 66. R17100378.
Samþykkt.
Hinrik Fjeldsted tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 5. desember 2017, þar sem lagt er til að samið verði við: Sölufélag Garðyrkjumanna ehf., Skólamat ehf. og ISS Ísland ehf. í Hluta 1 og 2 og við Sölufélag Garðyrkjumanna ehf., ISS Ísland ehf. og Grím kokk ehf. í Hluta 3, í rammasamningi nr. 14080 Mötuneytisþjónusta í mötuneytum SFS. R17090209.
Samþykkt.
Helgi Grétar Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 11.58
Dóra Magnúsdóttir [sign]
Kristján Freyr H alldórsson [sign] Björn Gíslason [sign]