Innkauparáð - Fundur nr. 411

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 24. nóvember var haldinn 411. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir, Jón Pétur Skúlason og Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram að nýju yfirlit skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075. Frestað á fundi 8.9.2017.  

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Kristján Gunnarsson, Guðmundur G. Guðbjörnsson og Helgi Grétar Helgason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 3. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um viðbrögð við bókun þann 24. mars sl., um útboð á burðargjöldum. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

3.    Lagt fram yfirlit skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 3. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Frestað. Innkauparáð óskar eftir viðveru fulltrúa menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á næsta fund til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

4.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í október 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

5.    Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Athygli vekur hve mikið er um að keypt sé sérfræðiþjónusta á vegum USK þar sem ekki er um útboð að ræða heldur gert upp á grunni tímavinnu, samanber yfirlit yfir innkaup þess sviðs á tímabilinu janúar til júní 2017, en áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina gerði bókun um það á 408. fundi innkauparáðs 22. september 2017. Mörg dæmi eru þar um að kostnaður vegna verkliða hjá sama verk- og þjónustusala nemi tugum milljóna króna á tímabilinu. Þar við bætist að um getur verið að ræða að fleiri en eitt svið Reykjavíkurborgar sé á sama tímabili að kaupa þjónustu af sama fyrirtæki sem nemur mörgum milljónum króna á hverju sviði. 

Æskilegt er að svo umfangsmikil kaup á verk- og sérfræðiþjónustu á grunni tímavinnu séu fyrst og fremst gerð á grundvelli fyrirfram gerðra rammasamninga og/eða tilboða með það fyrir augum að ná sem hagstæðustu verði að öðru óbreyttu.

6.    Fram fer kynning embættis borgarlögmanns á skoðun á viðskiptasögu bjóðenda í opinberum innkaupum Reykjavíkurborgar.

-    Kl. 12:18 víkur Magnea Guðmundsdóttir af fundi.

7.    Innkauparáð samþykkir að eftirfarandi texti verði hluti af útboðsgögnum og verksamningi: 

Bjóðandi lýsir því yfir að viðskiptasaga hans er eðlileg og uppfyllir kröfur útboðsgagna sbr. gr. 0.1.3 C. Hvenær sem er á samningstíma mun bjóðandi geta sýnt verkkaupa fram á að öll skilyrði um eðlilega viðskiptasögu helstu eigenda og stjórnenda bjóðanda séu uppfyllt. Bjóðandi samþykkir að ef í ljós kemur á samningstíma að hann hafi ekki uppfyllt skilyrði um eðlilega viðskiptasögu við opnun tilboða eða síðar á samningstíma getur verkkaupi rift verksamningi án frekari fyrirvara. Beiting þessara vanefndaúrræða hefur ekki áhrif á gildi verktryggingar

8.    Lögð fram leiðrétting vegna fundarsetu varaáheyrnarfulltrúa á 372. fundi innkauparáðs þann 27. maí 2016. Áheyrnarfulltrúi boðaði sinn varamann á fundinn, ranglega er skráð í fundargerð að áheyrnarfulltrúi hafi setið fundinn. R17050075. 

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir.

Fundi slitið kl. 12:38

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Björn Gíslason [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 24.11.2017 - prentvæn útgáfa