Innkauparáð - Fundur nr. 410

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 27. október var haldinn 410. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstaddir voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 25. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Samsýnar ehf. sem átti eina tilboðið sem barst í EES útboði nr. 14053 Hugbúnaðarleyfi frá ESRI. R17080117.

Samþykkt.

Jörgen Heiðar Þormóðsson og Helga Sigrún Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 25. október sl., þar sem lagt er til að samið verði við Atlantsolíu ehf., N1 hf., Olíuverzlun Íslands hf. og Skeljung hf. í EES útboði nr. 13849 Rammasamningur um eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg. R17090041.

Samþykkt.

-    Kl. 11.35 víkur Grétar Þór Jóhannsson af fundi.

3.    Lagt fram að nýju yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1 m.kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Bryndís Eva Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 24. október sl., varðandi fyrri framlengingu á rammasamningi nr. 13386 Símaþjónusta og símtæki um eitt ár eða til 23. nóvember 2018. R15090070.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11.54

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign]     Björn Gíslason [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 27.10.2017 - prentvæn útgáfa