Innkauparáð - Fundur nr. 409

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 13. október var haldinn 409. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.20. Viðstödd voru Magnea Guðmundsdóttir, Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson varaáheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. október sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 14049 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík 2017-2020, Breiðholt. R17080080.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar ,dags. 9. október sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 14050 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík 2017-2020, Árbær. R17080081.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3.    Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. október sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Garðlist ehf. í EES útboði nr. 14051 Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Reykjavík 2017-2020, Grafarvogur og Grafarholt - Úlfarsárdalur. R17080082.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. október sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Olíuverzlunar Íslands hf. vegna kaupa á klór um eitt ár eða til 2. október 2018, útboð nr. 13304. R14080096.

Samþykkt.

Steinþór Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5.    Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 10. október sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Tandurs hf. vegna kaupa á baðsápu um eitt ár eða til 20. október 2018, útboð nr. 13305. R14080118.

Samþykkt.

Steinþór Einarsson og Andrés Bögebjerg Andreasen taka sæti á fundinum undir þessum lið.

6.    Lagt fram að nýju yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075. 

Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7.    Lagt fram yfirlit skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075

Frestað. 

8.    Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m. kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075

Frestað. 

9.    Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í september 2017. R17010075.

Fundi slitið kl. 12.08

Magnea Guðmundsdóttir [sign]

Kristján Freyr Halldórsson [sign]    Elísabet Gísladóttir [sign]

 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 13.10.2017 - prentvæn útgáfa