Innkauparáð - Fundur nr. 408

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 22. september, var haldinn 408. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11:20. Viðstaddar voru Dóra Magnúsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 12. september sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Símans hf. sem átti tvö lægstu tilboð í EES útboði nr. 14024, Internet tenging fyrir Reykjavíkurborg. R17070123.

Samþykkt.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 20. september sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Advania ehf. í útboði nr. 14064, Cisco Umbrella hugbúnaðarleyfi. R17090013.

Samþykkt.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1 m.kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð óskar eftir að fulltrúi frá umhverfis- og skipulagssviði mæti á næsta fund ráðsins og útskýri verklag við innkaup.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Athygli vekur hve mikið af ráðgjafavinnunni er greitt eftir tímavinnu og því spurning hvort skoða megi möguleika á því að nýta í auknu mæli afmarkaða samninga þegar um umfangsmikil verk er að ræða.

Fundi slitið kl. 11:52

Dóra Magnúsdóttir [sign]

Magnea Guðmundsdóttir[sign] Elísabet Gísladóttir [sign]