Innkauparáð - Fundur nr. 406

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 25. ágúst var haldinn 406. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.00. Viðstödd voru Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson varaáheyrnarfulltrúi fundinn.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. ágúst 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jarðvals sf. í útboði nr. 14043 Elliðaárdalur hjólastígur. Reykjanesbraut-Höfðabakki. Jarðvinna, lýsing og yfirborðsfrágangur. R17070132.

Samþykkt.

Agnar Guðlaugsson og Ólafur M. Stefánsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar,dags. 23. ágúst 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Þarfaþings hf. í EES útboði nr. 14006 Skóli, menningarhús, bókasafn og sundlaug 2. áfangi - Innanhússfrágangur. R17070132.

Samþykkt.

Agnar Guðlaugsson og Ólafur M. Stefánsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 2. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12.20

Magnea Guðmundsdóttir [sign]

Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 25.8.2017 - prentvæn útgáfa