Innkauparáð - Fundur nr. 405

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 18. ágúst var haldinn 405. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Kristján Freyr Halldórsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sat fundinn Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 16. ágúst 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Gröfu og grjóts ehf. í útboði nr. 14038 Vogabyggð 2 -  Fyrsti áfangi. Gatnagerð og stofnlagnir. R17070060.

Samþykkt.

Þór Gunnarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.05 tekur Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns sæti á fundinum.

2. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. ágúst 2017, þar sem lagt er til að taka tilboði frá ISS Ísland ehf. sem átti lægsta tilboð í Hluta 1 Vesturbæ, Hluta 3 Laugardal Háaleiti, Hluta 4 Árbæ Grafarholt, Hluta 5 Grafarvog Kjalarnes og Hluta 6 Breiðholt, einnig er lagt til að gengið verði að tilboði Hreint ehf. sem átti lægsta tilboð í Hluta 2 Miðborg Hlíðar, í EES útboði nr. 13881 Ræsting í leikskólum Reykjavíkurborgar. R17060012.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 14. ágúst 2017, þar sem lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda, Nýherja hf. í útboði nr. 14039 Microsoft School hugbúnaðarleyfi. R17070077.

Samþykkt.

4. Lagt fram svar skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi nánari sundurliðun á framkvæmdum við Nauthólsveg 100, sbr. bókun á fundi 16. júní 2017. R17010075.

Innkauparáð óskar eftir áliti embættis borgarlögmanns á svarinu.

5. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. - 2. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12.17

Kjartan Valgarðsson [sign]

Kristján Freyr Halldórsson [sign]