Innkauparáð - Fundur nr. 404

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 11. ágúst, var haldinn 404. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Kristbjörg Stephensen, borgarlögmaður, Grétar Þór Jóhannsson og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og reksturs Reykjavíkurborgar dags. 9. ágúst sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda ISS Ísland ehf. í EES útboði nr. 14007 Ræsting í Ráðhúsi Reykjavíkur og Borgartúni 12-14. R17060013.

Samþykkt.

- Kl. 12:16 tekur Hrólfur Sigurðsson sæti á fundinum.

Halldór Nikulás Lárusson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. júní sl., varðandi beiðni til notkunar samkeppnisviðræðna á grundvelli 20. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar um kaup eða leigu á afgreiðslukerfi fyrir starfsstaði íþrótta- og tómstundasviðs. R17070096.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 9. ágúst sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Doppelmayr ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í EES útboði nr. 14014 Snjótroðari. R17060180.

Samþykkt.

Magnús Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 29. júní sl., vegna bókunar innkauparáðs á fundi þann 29. maí sl. varðandi frekari upplýsingar um viðskipti við Framsækni ehf., samninga sem liggja þeim að baki ásamt kostnaðaráætlun, ennfremur óskaði innkauparáð eftir verkáætlun. Einnig lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð felur innkaupadeild að senda fagsviðum og skrifstofum upplýsingar um notkun innkaupaferla við öll innkaup, þar með talin þjónustukaup. 

Innkauparáð gerir ekki athugasemd við framlagt svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við framlagt yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Innkauparáð óskar eftir að upplýsingar sem sendar eru beri með sér númer innkaupaferils hafi samningur verið gerður að undangengnu ferli á grundvelli innkaupareglna.

5. Lögð fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í júní og júlí 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlögð yfirlit.

- Kl. 12:54 víkur Ólafur Steingrímsson af fundi.

Fundi slitið kl. 12:56

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign] Elísabet Gísladóttir [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 11.8.2017 - prentvæn útgáfa