Innkauparáð
Innkauparáð
Ár 2017, föstudaginn 30. júní var haldinn 403. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru Diljá Ámundadóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jóhanna E. Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Grétar Þ. Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 21. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda GT Hreinsunar ehf. í útboði nr. 13963, ÍR Frjálsíþróttavöllur – Jarðvinna. R17050174.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 26. júní sl., þar sem lagt er til að taka tilboði lægstbjóðanda Crayon Iceland ehf. í EES útboði nr. 13997, Microsoft Campus og OVE ES hugbúnaðarleyfi. R17050136.
Samþykkt.
Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Tómas Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar, dags. 22. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Vinnuverndar ehf. sem átti hagkvæmasta tilboð í samningaviðræðum nr. 13987, Trúnaðarlæknaþjónusta fyrir Reykjavíkurborg. R17040088.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 21. júní sl., þar sem lagt er til að semja við Fjarskipti, Gagnaveitu Reykjavíkur, Opin kerfi, Símafélagið og Símann í EES útboði nr. 13778, Rammasamningur um gagnatengingar. R17020129.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 28. júní sl., varðandi heimild til fyrstu framlengingar á rammasamningi nr. 13667, Raftæki, um eitt ár eða til 6. júní 2018. R16030158.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:43
Diljá Ámundadóttir [sign]
Elísabet Gísladóttir [sign]
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 30.6.2017 - prentvæn útgáfa