Innkauparáð - Fundur nr. 401

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, mánudaginn 29. maí var haldinn 401. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 16.10. Viðstaddir voru Kristján Freyr Halldórsson og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 24. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að aðaltilboði Nordex ehf., sem átti lægsta gilda tilboð í útboði nr. 13967 Klettaskóli – Álgluggar. R17030281.

Samþykkt.

Agnar Guðlaugsson og Magnús Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, dags. 10. maí sl., varðandi fyrirspurn frá innkauparáði yfir kaup á prentbúnaði, svo sem prenturum og ljósritunarvélum fyrir árið 2016. Einnig óskaði innkauparáð eftir upplýsingum um hvaða samningar liggi að baki kaupunum. Með vísan í lið 4 á fundi 5.5.2017.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt erindi.

- Kl. 16.19 tekur Kjartan Valgarðsson sæti á fundinum.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Eggert Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 23. maí sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Íslenska gámafélagsins ehf. sem átti hagstæðasta tilboð í EES útboði nr. 13929 Rammasamningur um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs hjá Reykjavíkurborg. R17030288.

Samþykkt.

4. Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075. Frestað á fundi 5.5.2017.

Innkauparáð óskar eftir frekari upplýsingum um viðskipti við Framsækni ehf., samningum sem liggja þeim að baki ásamt kostnaðaráætlun. Ennfremur óskar innkauparáð eftir verkáætlun.

5. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um áætlun yfir listaverkakaup Reykjavíkurborgar árið 2017.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina óskar bókað:

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina bendir á að æskilegt væri að með upplýsingum um tilboð tilboðsaðila, sem borin eru saman hverju sinni hjá innkauparáði, fylgi einnig nokkrar upplýsingar um viðskipta- eða þjónustusögu viðkomandi fyrirtækja gagnvart Reykjavíkurborg, auk kennitölu, svo sem hvort og hvaða tilboðum hefur áður verið tekið undangengin fimm ár, ásamt heildarupphæð og tímasetningu hvers tilboðs.

Fundi slitið kl. 16.56

Kjartan Valgarðsson

Kristján Freyr Halldórsson Elísabet Gísladóttir