Innkauparáð - Fundur nr. 400

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 5. maí var haldinn 400. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Diljá Ámundadóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vegamálunar ehf. útboði nr. 13952 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2017. R17030287.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Frestað.

3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

4. Innkauparáð óskar eftir yfirliti frá upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar yfir kaup á prentbúnaði, svo sem prenturum og ljósritunarvélum fyrir árið 2016. Einnig óskar innkauparáð eftir upplýsingum um hvaða samningar liggi að baki kaupunum.

Fundi slitið kl. 12.20

Kjartan Valgarðsson

Diljá Ámundadóttir Björn Gíslason