Innkauparáð - Fundur nr. 400

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 5. maí var haldinn 400. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Diljá Ámundadóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 3. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vegamálunar ehf. útboði nr. 13952 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2017. R17030287.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1. ársfjórðungi 2017. R17010075.

Frestað.

3. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í apríl 2017. R17010075.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

4. Innkauparáð óskar eftir yfirliti frá upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar yfir kaup á prentbúnaði, svo sem prenturum og ljósritunarvélum fyrir árið 2016. Einnig óskar innkauparáð eftir upplýsingum um hvaða samningar liggi að baki kaupunum.

Fundi slitið kl. 12.20

Kjartan Valgarðsson

Diljá Ámundadóttir Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 5.5.2017 - Prentvæn útgáfa