Innkauparáð - Fundur nr. 40

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2004, miðvikudaginn 18. febrúar, var haldinn 40. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Viðstaddir voru Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sátu fundinn Guðmundur Pálmi Kristinsson og Kristinn J. Gíslason frá Fasteignastofu, Sjöfn Kristjánsdóttir frá Innkaupastofnun og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Eyvindar G. Gunnarssonar hdl. frá 5. þ.m. þar sem hann, f.h. Metatron ehf., óskar eftir því að sú ákvörðun innkauparáðs að taka tilboði Syntech AS í gerfigras, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 14. f.m., verði rökstudd, sbr. einnig bréf Innkaupastofnunar frá 6. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn Fasteignastofu frá 17. þ.m. Umsögn Fasteignastofu samþykkt.

2. Lagt fram bréf Fagtækni hf. frá 13. þ.m. þar sem gerðar eru athugasemdir við þá ákvörðun innkauparáðs að velja félagið ekki til þátttöku í lokuðu útboði vegna raflagna og stjórnbúnaðar í Sundmiðstöð í Laugardal, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 11. febrúar. Vísað til umsagnar Fasteignastofu.

Fundi slitið kl. 13.20.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson