Innkauparáð - Fundur nr. 4

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, fimmtudaginn 27. mars, var haldinn 4. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru: Hrólfur Ölvisson Haukur Leósson og Jóhannes Sigursveinsson. Jafnframt sat Sjöfn Kristjánsdóttir, forstjóri Innkaupastofnunar, fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 24. þ.m. um tilboð í lagningu Leirvogs- og Grafarvogsræsa. Samþykkti að taka tilboði Verktaka Magna ehf. að fjárhæð kr. 326.841.350. Gatnamálastjóri mætti á fundinn vegna málsins.

2. Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar Reykjavíkurhafnar, mætti á fundinn og kynnti dýpkun við Norðurgarð og viðhaldsdýpkun ennfremur sagði hann frá að tilboði Ítaks hf. hefði verið tekið í verkið.

3. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 24. þ.m., þar sem lagt er til að farið verði í forval vegna lokaðs alútboðs á hönnun á byggingu tveggja deilda leikskóla í Staðarhverfi ásamt tillögu að auglýsingu. Innkauparáð samþykkti erindið. Jafnframt samþykkt að fara í alútboð á leikskóla við Stakkahlíð með sama hætti.

Fundi slitið kl. 12.55.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson