Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 28. apríl var haldinn 399. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Diljá Ámundadóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Grétar Þór Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 24. apríl sl., þar sem lagt er til að tekið verði lægsta tilboði frá Golfklúbbi Reykjavíkur í EES útboði nr. 13879 Grassláttur knattspyrnuvalla ÍTR. R17030034.
Samþykkt.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. apríl sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Vörðubergs ehf. útboði nr. 13918 Gangstéttarviðgerðir 2017. R17030107.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu, dags. 4. apríl sl., varðandi heimild til kaupa á nýjum kerfishluta Unit4 Budget Books frá hugbúnaðarframleiðandanum Unit4, á grundvelli 22. gr. b-liðar innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Frestað á fundi 7. apríl sl. Erindið dregið til baka og nýtt erindi lagt fram um sama mál á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R17010075.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi innkaupadeilda, dags. 24. apríl sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13119 Tölvu- og netbúnaður um eitt ár, til 29. apríl 2018. R14120127.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi innkaupadeildar, dags. 27. sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á rammasamningi nr. 13381 Eftirlit á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði um eitt ár, til 27. apríl 2018. R15020043.
Samþykkt.
6. Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
7. Lögð fram til kynningar kæra Íslenska Olíufélagsins ehf. dags. 21. apríl sl., vegna niðurstöðu í útboðum:
- nr. 13914 Gervigras 2017 – Reykjavíkurborg. Fram í Safamýri – ÍR í Breiðholti – Leiknir í Breiðholti. R17030072
- nr. 13885 Boltagerði – Gervigras. Endurnýjun og lagfæring. Árbær, Breiðholt, Laugardalur. R17030025.
- nr. 13886 Boltagerði – Gervigras. Endurnýjun og lagfæring. Grafarvogur, Grafarholt, Kjalarnes. R17030026.
- nr. 13887 Boltagerði – Gervigras. Endurnýjun og lagfæring. Miðborg, Hlíðar, Háaleiti Bústaður. R17030027.
Fundi slitið kl. 12:39
Kjartan Valgarðsson [sign]
Diljá Ámundadóttir [sign] Björn Gíslason [sign]