Innkauparáð - Fundur nr. 398

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, miðvikudaginn 12. apríl var haldinn 398. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir, Dóra Magnúsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns og Grétar Þ. Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. apríl 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði nr. 2 frá Metatron ehf. í útboði nr. 13914 Gervigras 2017 – Reykjavíkurborg. Fram í Safamýri – ÍR í Breiðholti – Leiknir í Breiðholti. Frestað á síðasta fundi. R17030072.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, dags. 10. apríl 2017, þar sem lagt er til að taka tilboði frá Sæferðum ehf. sem átti hagkvæmasta tilboð í útboði nr. 13875 Flóasiglingar. R17030152.

Samþykkt.

Ólafur I. Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar, dags. 11. apríl 2017, varðandi heimild til að víkja frá innkaupaferli vegna þjónustu trúnaðarlæknis, á grundvelli 11. gr., sbr. 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R17010075.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.24

Magnea Guðmundsdóttir [sign]

Dóra Magnúsdóttir [sign] Björn Gíslason [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 12.4.2107 - Prentvæn útgáfa