Innkauparáð - Fundur nr. 397

Innkauparáð

Innkauparáð

Ár 2017, föstudaginn 7. apríl, var haldinn 397. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Elísabet Gísladóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna E. Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Bjössa ehf. í útboði nr. 13921 Miklabraut Rauðarárstígur – Langahlíð. Strætórein, stígar og hljóðvarnir. R17030083.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson, Theodór Guðfinnsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Fagverk verktaka ehf., í útboði nr. 13919 Malbiksviðgerðir 2017. R17030108.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson, Theodór Guðfinnsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði nr. 2 frá Metatron ehf. í útboði nr. 13914 Gervigras 2017 – Reykjavíkurborg. Fram í Safamýri – ÍR í Breiðholti – Leiknir í Breiðholti. R17030072.

Frestað.

Magnús Haraldsson, Theodór Guðfinnsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. apríl 2017, þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Urð og Grjót ehf., í útboði nr. 13920 Miklabraut við Rauðagerði. Strætórein, stígar og hljóðvarnir. R17030082.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson, Theodór Guðfinnsson og Kristjana Ósk Birgisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 4. apríl 2017, varðandi heimild til kaupa á nýjum kerfishluta Unit4 Budget Books frá hugbúnaðarframleiðandanum Unit4, á grundvelli 22. gr. b-liðar innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R17010075.

Frestað. Innkauparáð beinir því til fjármálaskrifstofu, með vísan til 22. gr. b liðar innkaupareglna Reykjavíkurborgar, að kanna með óyggjandi hætti hvort önnur fyrirtæki séu fær um að veita þá lausn sem beðið er um.

6. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við bókun á fundi 24. mars sl., vegna yfirlits skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar yfir einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.-4. ársfjórðungi 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt svar.

7. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í mars 2017. R17010075.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvinir leggur fram svohljóðandi bókun:

Í yfirliti verkefna innkaupadeildar kemur í ljós að í sumum tilvikum er kostnaðaráætlun ekki lögð fram þegar leitað er tilboða í verk eða gerðir samningar um verk. Vissulega getur háttað svo til að erfitt er að reikna út líklegan grunnkostnað við ákveðin verk. Það hlýtur þó að vera æskilegt að kostnaðaráætlun sé ætíð lögð fram sé þess kostur því það getur jafnvel ýtt undir hagstæðari tilboð og meira aðhald í rekstri.

Innkauparáð leggur fram svohljóðandi bókun:

Innkauparáð tekur undir bókun Framsóknar og flugvallarvina og ítrekar skyldu til gerðar kostnaðaráætlunar með vísan til 9. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Innkauparáð gerir ekki að öðru leyti athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 13.05

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign] Elísabet Gísladóttir [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 7.4.2017 - prentvæn útgáfa