Innkauparáð - Fundur nr. 396

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 24. mars var haldinn 396. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Björn Gíslason. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna E. Hilmarsdóttir og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. mars. sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Fagverks verktaka ehf. í útboði nr. 13878 Fræsun malbiksslitlaga í Reykjavík 2017. R17020186.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson og Theodór Guðfinnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri dags. 22. mars l., þar sem lagt er til taka tilboði lægstbjóðanda, Hreint ehf. í EES útboði nr. 13860 Ræsting fyrir Frístundamiðstöðina Kringlumýri. R17020028.

Samþykkt.

Snorri Örn Arnaldsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram erindi velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. mars varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi Flutninga og þjónustu ehf. um eitt ár, til 22. mars 2018, vegna Aksturs og dreifingu matar í heimahús og móttökueldhús, útboð nr. 13658. R16020018.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. mars sl., þar sem lagt er til að taka tilboði nr. 3 frá Eldingu Hvalaskoðun Reykjavíkur ehf. sem átti hagkvæmasta tilboð í samningsviðræðum nr. 13816 Ferjusiglingar og veitingarekstur í Viðey. R16100327.

Samþykkt.

- Kl. 12.33 víkur Eyþóra K. Geirsdóttir af fundi.

5. Lagt fram yfirlit skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2016. R16010079.

Innkauparáð óskar eftir frekari skýringum við framlagt yfirlit.

6. Lögð fram greining innkaupadeildar Reykjavíkurborgar varðandi burðargjöld, með vísan í bókun á fundi ráðsins 24. febrúar sl., vegna yfirlits skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar yfr 1. m.kr. fyrr 1. – 4. ársfjórðung 2016. R16010079.

Innkauparáð telur að bjóða eigi út burðargjaldaþjónustu.

Fundi slitið kl. 12.41

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign] Björn Gíslason[sign]