Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2017, föstudaginn 24. febrúar var haldinn 393. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar
Fundargerð ritaði Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda, Viðhalds og viðgerða ehf. í útboði nr. 13827 Þróttur – Þak áhorfendastúku. Viðhald og endurbætur. R16120035.
Samþykkt.
Einar H. Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar, dags. 22. febrúar sl., varðandi heimild til loka framlengingar á rammasamningi nr. 13120 Ferskt grænmeti og ávextir um eitt ár eða til 27. febrúar 2018. R13110153.
Samþykkt.
3. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Innkauparáð óskar eftir frekari upplýsingum um samninga um burðargjöld. Innkauparáð gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við yfirlitið.
Fundi slitið kl. 12.47
Kjartan Valgarðsson [sign]
Magnea Guðmundsdóttir [sign] Börkur Gunnarsson [sign]
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 24.2.2107 - Prentvæn útgáfa