Innkauparáð - Fundur nr. 390

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2017, föstudaginn 27. janúar, var haldinn 390. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir og Jón Pétur Skúlason, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar við fyrirspurn innkauparáðs um hvernig eftirliti með verklegum framkvæmdum er háttað með vísan í samþykkt innkauparáðs frá 29. apríl 2016, sbr. lið 6 í fundargerð innkauparáðs frá 4. nóvember 2016.

Innkaupráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Innkauparáð lýsir yfir ánægju sinni með svör Ámunda Brynjólfssonar hjá umhverfis- og skipulagssviði, sérstaklega fræðslu fyrir starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs um hvernig best er að þekkja einkenni mansals á vinnusvæðum, veitingastöðum o.þ.h.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Mikill fjöldi erlendra iðnaðarmanna vinnur við margvíslegar verklegar framkvæmdir hér í borg í skemmri eða lengri tíma. Mikilvægt er að eftirlitsaðilar fylgist grannt með því að fyrirtæki sem Reykjavíkurborg ræður til verka uppfylli í hvívetna allar kröfur varðandi hámarkslengd vinnutíma, laun, frítíma og allan aðbúnað vinnuaflsins. Auk þess þarf að hafa gagnsætt eftirlit með því að verktakar ásamt undirverktökum greiði öll gjöld með réttmætum hætti.

2. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. janúar sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi Hreinsitækni ehf., um eitt ár til 14. mars 2018, vegna hreinsunar gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð I - nr. 13140. R14020116.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 20. janúar sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á verksamningi Hreinsitækni ehf., um eitt ár til 14. mars 2018, vegna hreinsunar gatna- og gönguleiða í Reykjavík 2014-2016, útboð II - nr. 13141. R14020117.

Samþykkt.

Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir liðum 2 og 3.

4. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. janúar sl., varðandi heimild til að beita samkeppnisviðræðum við innkaup á mötuneytisþjónustu í 10 leikskólum Reykjavíkurborgar. R17010075.

Samþykkt.

Helgi Grétar Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lagt fram minnisblað velferðasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 2. janúar sl., varðandi samning við Inga Hópferðir ehf. Bókun á fundi 16. desember 2016.

Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagt minnisblað.

6. Lagt fram að nýju yfirlit skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079. Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Hrólfur Jónsson, Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lagt fram að nýju yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2015. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Eggert Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Lagt fram að nýju yfirlit upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.-3. ársfjórðungi 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Eggert Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13:46

Kjartan Valgarðsson (sign)

Magnea Guðmundsdóttir (sign) Börkur Gunnarsson (sign)