Innkauparáð - Fundur nr. 388

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 16. desember var haldinn 388. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:19. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 14. desember sl., varðandi heimild til að víkja frá innkaupaferli í samræmi við j. lið 1. m.gr. 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, um gerð heimildakvikmyndar á nýrri og endurbættri grunnsýningu í Sjóminjasafninu í Reykjavík. R16010079.

Samþykkt.

Guðbrandur Benediktsson og Sigrún Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 14. desember sl., þar sem lagt er til að samið verði við Odda prentun og umbúðir ehf., Prentmet ehf. og Prenttækni ehf. í hluta 1, einnig er lagt til að samið verði við Odda prentun og umbúðir ehf., Prentmet ehf., Prenttækni ehf. og Ísafoldarprentsmiðju ehf. í hluta 2, í EES útboði nr. 13796 Rammasamningur um prent- og ljósritunarþjónustu. R16090203.

Samþykkt.

3. Lagt fram að nýju yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 2. og 3. ársfjórðungi 2016. R16010079. Frestað á síðasta fundi.

Innkauparáð óskar eftir minnisblaði um samning við Inga hópferðir ehf.

Bókun Framsóknar og flugvallarvina varðandi innkaup velferðarsviðs yfir 1 m. kr. lagt fram á fundi innkauparáðs 16. desember 2016.

Innkaup þjónustu allra sviða og starfstöðva Reykjavíkurborgar hljóta að eiga að miðast við bestu kjör og hagkvæmni á hverjum tíma þó alltaf með það að leiðarljósi að þjónustan sem veitt er sé með þeim hætti sem ætlast er til. Í anda hollrar samkeppni um vandaða þjónustu hlýtur að teljast eðlilegt að samningar við þjónustuaðila séu gerðir til ákveðins tíma hverju sinni þannig að nýjir þjónustuaðilar sem vilja  bjóða fram krafta sína og þjónustu hafi raunhæfan möguleika til þess. Ótímabundnir samningar við einstaka fyrirtæki eins og dæmi virðast vera um í innkaupum á Velferðarsviði við hópferðafyrirtæki eru hins vegar vart til þess fallnir að veita aðhald á verði og gæðum þjónustu til lengri tíma litið.

Agnes Sif Andrésdóttir og Bryndís Eva Sverrisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2015. R15010076.

Innkauparáð óskar eftir því að frá upphafi árs 2017 komi yfirlitin brotin niður á mánuði og án innkaupa sem þegar hafa hlotið afgreiðslu innkauparáðs.

5. Lagt fram yfirlit íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 4. ársfjórðungi 2016. R16010079.

Innkauparáð óskar eftir því að frá upphafi árs 2017 komi yfirlitin brotin niður á mánuði og án innkaupa sem þegar hafa hlotið afgreiðslu innkauparáðs.

6. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í nóvember 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

Fundi slitið kl. 12:57

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign] Börkur Gunnarsson [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 16.12.2016 - prentvæn útgáfa