Innkauparáð - Fundur nr. 387

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 2. desember var haldinn 387. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran, áheyrnarfulltrúi, fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Hrólfur Sigurðsson og Ólafur Steingrímsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofu upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 29. nóvember sl., varðandi heimild til að framselja samning Nýherja hf., Microsoft EAS hugbúnaðarleyfi  nr. 13628 til Comparex Denmark AG. R15110124.

Samþykkt.

Helga S. Kristjánsdóttir og Eggert Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.25 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 1. desember sl., þar sem lagt er til að samið verði við Ekruna ehf., Kjarnafæði ehf., Norðlenska ehf og Sláturfélag Suðurlands svf.  í EES útboði nr. 13780 Rammasamningur um kjöt og kjötvörur. R16080094.

Samþykkt.

3. Lagt fram yfirlit velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 2. og 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.

Frestað. Innkauparáð óskar eftir viðveru fulltrúa velferðasviðs á næsta fundi til að svara spurningum ráðsins um yfirlitið.

4. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.

5. Lagt fram til kynningar niðurstaða borgarráðs vegna kæru Áveitunnar ehf. í útboði nr. 13737 Skautahöllin í Laugardal, endurnýjun á frystikerfi. R16050089.

Fundi slitið kl. 12.49

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign] Börkur Gunnarsson [sign]