Innkauparáð - Fundur nr. 386

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 11. nóvember var haldinn 386. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Grétar Þ. Jóhannsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 9. nóvember sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Íslandsbanka hf. sem átti hagstæðasta tilboð í EES útboði nr. 13782 Fjármálaþjónusta. Innheimtuþjónusta vegna fruminnheimtu. R16080096.

Samþykkt.

Helga Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 9. nóvember sl., varðandi heimild til síðustu framlengingar á EES útboði nr. 13086 Rammasamningur um túlka- og þýðingaþjónustu, um eitt ár eða til 11. nóvember 2017. R13070180.

Samþykkt.

3. Kynning á nýjum lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.

Fundi slitið kl. 13:30

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign] Börkur Gunnarsson [sign]

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 11.11.2016 - prentvæn útgáfa