Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 4. nóvember var haldinn 385. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.22. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir frá embætti borgarlögmanns og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. nóvember sl., varðandi heimild til framhaldskaupa á tímatökubúnaði og skjá í Laugardalslaug frá Omega Systems / Aquasport, á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R16010079.
Samþykkt.
Steinþór Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.27 tekur Grétar Þ. Jóhannsson sæti á fundinum.
2. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 2. nóvember sl., þar sem lagt er til að samið verði við Fiskbúðina Sæbjörgu ehf., Norðanfisk ehf., Sæstein ehf. og Hafið fiskverslun ehf. í hluta 1 - Ferskan fisk og við Fiskbúðina Sæbjörgu ehf., Norðanfisk ehf. og Sæstein ehf. í hluta 2 – Frosinn fisk, í EES útboði nr. 13750 Rammasamningur um sjávarfang. R16080020.
Samþykkt.
- Kl. 12.31 víkur Grétar Þ. Jóhannsson sæti á fundi.
3. Lagt fram yfirlit skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
4. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.- 3. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
5. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í október 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
6. Innkauparáð óskar eftir upplýsingum um hvernig eftirliti með verklegum framkvæmdum er háttað með vísan í samþykkt innkauparáðs frá 29. apríl 2016.
Fundi slitið kl. 12.42
Kjartan Valgarðsson
Magnea Guðmundsdóttir Börkur Gunnarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 4.11.2016 - Prentvæn útgáfa