Innkauparáð - Fundur nr. 384

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 28. október var haldinn 384. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi skrifstofu þjónustu og reksturs, upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar dags. 26. október sl., varðandi heimild til viðbótarkaupa á RoSy hugbúnaði frá Sweco Danmark A/S á grundvelli 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. R16010079.

Samþykkt.

Bókun áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í innkauparáði 28.10.2016.

Í sameiginlegu erindi skrifstofu þjónustu og reksturs (SÞR) og upplýsingatæknideildar (UTD) þar sem óskað er eftir heimild til viðbótarkaupa á RoSy hugbúnaði, er lögð áhersla á mikilvægi þess að ekki myndist rof í þau verkefni sem í dag eru unnin með umræddum hugbúnaði. RoSy hugbúnaðurinn heldur í dag utan um mikilvægar upplýsingar og skilja má af texta erindisins að þessar upplýsingar  glatist ef hugbúnaðurinn er ekki í notkun. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í innkauparáði vill vekja athygli á nauðsyn þess að í samningum sem þessum sé tryggt að gögn sem unnin hafa verið og greitt hefur verið fyrir þjónustu á glatist ekki, ef Reykjavíkurborg telur af einhverjum ástæðum æskilegt að skipta um notkun hugbúnaðar eða þjónustuaðila.

Helga Sigrún Kristjánsdóttir og Hugrún Ösp Reynisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12:22

Kjartan Valgarðsson [sign]

Magnea Guðmundsdóttir [sign]