Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 7. október var haldinn 383. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Magnea Guðmundsdóttir og Börkur Gunnarsson. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, Grétar Þór Jóhannsson og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Jarðvals sf., í útboði nr. 13779 Útvarpsreitur við Efstaleiti. R16080083.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lagt fram að nýju yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.-2. ársfjórðungi 2016. R16010079. Frestað á síðasta fundi.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Vátryggingafélags Íslands hf., sem átti lægsta gilda tilboði í EES útboði nr. 13769 Tryggingar Reykjavíkurborgar og tengdra fyrirtækja. R16080011.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Öryggismiðstöðvar Íslands ehf., um eitt ár eða til 1. júlí 2018, vegna öryggisgæslu fyrir Reykjavíkurborg, útboð nr. 12581. R11020050.
Samþykkt.
Berglind Söebech tekur sæti á fundinum undir liðum 3 og 4.
5. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi Tandurs hf. um eitt ár eða til 2. október 2017, vegna kaupa á klór, útboð nr. 13304. R14080096.
Innsent erindi leiðrétt m.t.t. samningsaðila þar sem aðilar í erindum 5 og 6 höfðu víxlast.
Samþykkt.
6. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl., varðandi heimild til fyrri framlengingar á samningi Olíuverzlunar Íslands hf. um eitt ár eða til 20. október 2017, vegna kaupa á baðsápu, útboð nr. 13305. R14080118.
Innsent erindi leiðrétt m.t.t. samningsaðila þar sem aðilar í erindum 5 og 6 höfðu víxlast.
Samþykkt.
Steinþór Einarsson tekur sæti á fundinum undir liðum 5 og 6.
7. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl., varðandi heimild til að viðhafa samningskaup á grundvelli b. liðar 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, vegna aðlögunar á viðmóti Völu leikskólakerfis. R09100203.
Samþykkt.
Helga Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
8. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í september 2016. R16010079.
Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12.54
Magnea Guðmundsdóttir
Börkur Gunnarsson