No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2016, föstudaginn 23. september, var haldinn 382. fundur s. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstödd voru Magnea Guðmundsdóttir og Dóra Magnúsdóttir. Auk þeirra sat Kristinn Snævar Jónsson varaáheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Jón Pétur Skúlason frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.
Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 20. september sl., þar sem lagt er til að samið verði við Egilsson ehf., Pennann ehf. og Rekstrarvörur ehf. í hluta 1 Hefðbundin ritföng og skrifstofuvörur og í hluta 2 Umhverfisvottaður ljósritunarpappír og endurunnin umhverfisvænn ljósritunarpappír í EES útboði nr. 13767 Ramma-samningur um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum. R16070034.
Samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 1.-2. ársfjórðungi 2016. R16010079.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12:39
Magnea Guðmundsdóttir [Sign]
Dóra Magnúsdóttir [Sign]