Innkauparáð - Fundur nr. 381

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2016, föstudaginn 9. september var haldinn 381. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Magnea Guðmundsdóttir. Auk þeirra sat Jóna Björg Sætran áheyrnarfulltrúi fundinn. Einnig sátu fundinn Benedikt Hallgrímsson frá embætti borgarlögmanns, Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Hrólfur Sigurðsson frá innkaupadeild Reykjavíkurborgar.

Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.
Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi borgarsögusafns Reykjavíkur (menningar- og ferðamálasvið) dags. 30. júlí sl., varðandi heimild til að víkja frá innkaupaferli á grundvelli 11. og 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, varðandi ferjusiglingar til og frá Viðey. R16010079.

Samþykkt.
Guðbrandur Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. september sl., varðandi beiðni til notkunar samkeppnisviðræðna á grundvelli 20. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, við kaup eða leigu á afgreiðslukerfi fyrir starfsstaði íþrótta- og tómstundasviðs. R16010079.

Samþykkt.
Jóhanna Garðarsdóttir og Einar Þórðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram yfirlit Ráðhúss Reykjavíkur varðandi einstök innkaup yfir 1. m.kr. á 2.  ársfjórðungi 2016. R16010079.

Innkauparáð óskar eftir uppsetningu í samræmi við fyrirmynd (skapalón) innkauparáðs.
4. Lagt fram yfirlit innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir verkefni innkaupadeildar f.h. skrifstofa og sviða í ágúst 2016. R16010079.

Innkauparáð gerir ekki athugasemdir við framlagt yfirlit.
Fundi slitið kl. 12.50

Kjartan Valgarðsson
Magnea Guðmundsdóttir